Tryggva Helena Sigtryggsdóttir fæddist 21. september 1923 í Ytri-Haga á Árskógsströnd. Hún lést 9. ágúst 2024 á heimili sínu í Kópavogi, umkringd sínum nánustu.

Foreldrar Helenu voru Sigtryggur Sigtryggsson, f. 1887, d. 1923, sjómaður á Hjalteyri, og Ingibjörg Sigríður Davíðsdóttir, f. 1878, d. 1962, húsfreyja á Hjalteyri og í Hrísey. Hún fluttist til Siglufjarðar 1944 og átti eftir það heimili hjá Helenu dóttur sinni.

Systkini Helenu voru María Dagbjört Stefánsdóttir, f. 1898, d. 1953, húsmóðir í Hrísey; Bára Anna Sigtryggsdóttir, f. 1911, d. 1978, húsmóðir í Hrísey og á Akureyri; og Karl Sigtryggur Sigtryggsson, f. 1916, d. 1992, vélstjóri í Innri-Njarðvík.

Eiginmaður Helenu var Jóhann Georg Möller, f. 27.5.1918, d. 25.6.1997, verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, bæjarfulltrúi

...