Myndlistarmaðurinn Tolli hefur málað úti í náttúrunni í sumar.
Myndlistarmaðurinn Tolli hefur málað úti í náttúrunni í sumar.

Myndlistarmaðurinn Tolli opnar sýningu í Gallerí Hafnartorgi á laugardag, Menningarnótt. Í tilkynningu segir að sem fyrr sé náttúran rauði þráðurinn í verkunum en Tolli hafi verið að prófa sig áfram með að mála úti í náttúrunni í sumar. Að þessu sinni er litadýrð Kerlingarfjalla og Landmannalauga viðfangsefnið. „Gömlu meistararnir sóttu mikið í hraunið og jöklana en Tolli fer að þessu sinni enn lengra inn að hjarta landsins,“ segir í tilkynningunni.

„Þessir litir þarna, líparítið og allt það sem maður sér hvergi annars staðar, eru svo heillandi. Með svona stórar trönur og striga þá kemst maður ekki langt frá vegarslóðum, sem skiptir engu því fegurðin er þarna alltumlykjandi,“ er haft eftir listamanninum. Sýningin stendur til 6. september.