María Guðjónsdóttir lögfræðingur Viðskiptaráðs fjallar um loftslagsmál í grein í ViðskiptaMogganum og bendir á að samanburður á milli Íslands og annarra ríkja sé ekki sanngjarn. „Þrátt fyrir að hlutfall endurnýjanlegrar orku hér á landi sé með …
María Guðjónsdóttir
María Guðjónsdóttir

María Guðjónsdóttir lögfræðingur Viðskiptaráðs fjallar um loftslagsmál í grein í ViðskiptaMogganum og bendir á að samanburður á milli Íslands og annarra ríkja sé ekki sanngjarn. „Þrátt fyrir að hlutfall endurnýjanlegrar orku hér á landi sé með því hæsta sem þekkist í heiminum stilla sumir okkur upp sem umhverfis- og loftslagssóðum, aðallega vegna þess að losun á mann er talin mikil,“ skrifar hún. Þá nefnir hún að við framleiðum mikið en séum „framúrskarandi umhverfisvæn þegar litið er til losunar miðað við þjóðartekjur og framleiðslu“.

Og hún bætir við: „Því miður hafa stjórnvöld ekki tryggt að sérstaða landsins sé virt í alþjóðlegum loftslagsskuldbindingum. Þvert á móti virðumst við gefa þessa sérstöðu eftir, bæði hvað varðar fjarlægð landsins frá meginlandi Evrópu og einstakar aðstæður okkar. Þar sem ekki er tekið tillit til íslenskra aðstæðna við

...