Námuvinnsla Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq.
Námuvinnsla Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Helstu lykilstjórnendur Amaroq Minerals hafa á liðnum dögum keypt hluti í félaginu. Hlutina keyptu þeir ýmist í Kauphöllinni hér á landi, í Toronto í Kanada eða í Lundúnum í Bretlandi, en félagið er skráð á markað í öllum þessum löndum.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri Amaroq, Ellert Arnarson, nýr fjármálastjóri, Graham Stewart stjórnarformaður og Joan Plant aðstoðarforstjóri hafi öll keypt hlut ásamt stjórnarmönnunum Warwick Morley-Jepson og David Neuhauser. Samtals keyptu stjórnendurnir hluti að andvirði um 20 milljóna íslenskra króna að nafnvirði. Þar af keypti Eldur hlut fyrir tæpar tíu milljónir króna, Ellert fyrir um 4,8 milljónir króna en aðrir fyrir minna.

Gengi bréfa í Amaroq hefur hækkað um tæp 10% á einni viku, eftir að hafa lækkað nokkuð á undanförnum mánuðum.

...