Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson

„Það hefur litla þýðingu að hreyfa stýrivexti um 25 punkta [0,25 prósentustig], sem dæmi, þegar þessi meginþungi blasir við,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í gær er kynntir voru óbreyttir stýrivextir bankans. Vísaði hann þar til áhrifa af kjarasamningum og aukinnar einkaneyslu, sem og stöðunni á fasteignamarkaði. Sagði hann að ef verðbólgan myndi ganga hratt niður væri hins vegar ekki þörf fyrir „aumingjalegar lækkanir“ heldur verði hægt að gera það skarpar en með t.d. 0,25 prósentustiga lækkunum.

Í greiningu Íslandsbanka segir m.a. að líkur hafi aukist á því að vaxtalækkunarferlið hefjist ekki fyrr en eftir næstu áramót. Í Peningamálum Seðlabankans segir að meginmarkmið kjarasamninga um hóflega hækkun launa til að ná niður verðbólgu og vöxtum séu ekki enn í sjónmáli. » 36 og 38