Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson

Það gæti vel verið að áætlaður kostnaður, sem nú er 311 milljarðar, muni hækka. Áður hafði verið gert ráð fyrir að kostnaðurinn væri um 170 milljarðar. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við mbl.is.

„Eins og kemur fram þá munu þau verkefni sem eru hvað lengst fram í tímann örugglega vera dýrari en ef við horfum á þau í dag. Við þekkjum það að samgönguvísitala hefur hækkað um 30-35% á síðastliðnum fimm árum. Það er hluti af þessari hækkun,“ sagði Sigurður Ingi m.a. við mbl.is.