Um miðjan áttunda áratuginn var landspróf aflagt og samræmd lokapróf tekin upp. En þar með hvarf púkinn ekki, nema síður væri. Enn er tekist á …
Meyvant Þórólfsson
Meyvant Þórólfsson

Meyvant Þórólfsson

Árið 1957 birtist svohljóðandi prófverkefni á landsprófi miðskóla í náttúrufræði:

Nefnið átta tegundir slíðurhyrndra jórturdýra. Takið fram um hverja tegund, hvort hún er til villt eða tamin eða er aldauða, og um villtar tegundir, hvar þær lifa.

Spurningin hvort tiltekin tegund slíðurhyrndra jórturdýra finnist villt, tamin eða sé aldauða var vissulega vel fallin til svars, þ.e. auðvelt að gefa fyrir rétt eða rangt. Réttmætið var hins vegar lítið af því spurningin hjálpaði lítið við að meta raunverulega þekkingu og skilning nemenda í náttúruvísindum.

Þululærdómur og geislabaugsáhrif

Segja má að þetta prófverkefni hafi verið arfur frá tíma þululærdómsins, er hafði einkennt skólastarf meira og minna

...