Við búum við þá varhugaverðu staðreynd að launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra á Íslandi er einn sá minnsti í Evrópu.
Svana Helen Björnsdóttir
Svana Helen Björnsdóttir

Svana Helen Björnsdóttir

Þegar þetta er skrifað eru kjaraviðræður að hefjast að nýju eftir sumarleyfi. Meðan samninganefndarfólk safnaði kröftum var umræða um mikilvægi þess að byggja upp innviði, auka orkuvinnslu og hækka hlutfall grænnar orku áberandi í fjölmiðlum. Allir virðast sammála um að nú þurfi að taka til hendi. Sumir taka svo djúpt í árinni að segja að neyðarástand blasi við. Sömu einstaklingar sýna því miður lítinn skilning á því að vinda þurfi ofan af þeirri kjararýrnun sem verkfræðingar og tæknifræðingar hafa þurft að sæta um langt árabil.

Nú er það svo að verkfræðingar og tæknifræðingar verða í lykilhlutverkum í þeim risaverkefnum sem nefnd voru hér að framan. Hvatinn og stuðningur til að mennta sig í þessum greinum endurspeglast því miður ekki í skilningi á að nú þurfi að stíga ákveðin skref til að bæta kjör þessara hópa. Við búum við

...