Ljóst er að sá sem síst skyldi beitti borgina blekkingum

Yfirgengilega orlofssugan, Dagur B., formaður borgarráðs, virðist enn halda á lofti hinu óskiljanlega verkefni sínu um „borgarlínu“ og snýtir það fyrirbæri óendanlegum fjármunum úr nösum fjármálaráðherrans, og virðist þá engu skipta hver það er sem situr í fjármálaráðherrastól það augnablikið.

Á borgarstjóratíð sinni lofaði „orlofssugu óhemjan“ því margoft og reglubundið og helst svona þremur mánuðum fyrir hverjar kosningar, að einmitt það kjörtímabil sem senn færi nú í hönd myndi borgin í allri sinni góðsemi og takmarkalausri framsýni leggja Miklubrautina loks í stokk á meðan borgin yrði jafnframt á fleygiferð um leið að leggja „borgarlínuna“, sem myndi þó í besta falli flytja svo sem 4% þeirra, sem fara þyrftu um borgina. Og þá byndu borgaryfirvöld vonir við að fullkomlega væri búið að eyðileggja alla bifreiðaumferð í borginni og trylla almenna borgara

...