1987 „Þetta er fallegasta flugstöð sem ég hef komið í og ég hef farið nokkuð víða.“ Vigdís Finnbogadóttir
Ný flugstöð Á baksíðu Morgunblaðsins 15. apríl var stór mynd og frétt um vígslu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Ný flugstöð Á baksíðu Morgunblaðsins 15. apríl var stór mynd og frétt um vígslu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Sviðsljós

Guðm. Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Það var mikið um dýrðir 14. apríl árið 1987 þegar Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli var tekin formlega í notkun. Vigdís Finnbogadóttir vígði flugstöðina um kvöldið og gaf henni nafn Leifs Eiríkssonar að viðstöddum um 3 þúsund gestum.

Morgunblaðið fjallaði ýtarlega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á þessum tíma. Þann 12. apríl gaf Morgunblaðið út sérstakt aukablað um flugstöðina, aðdraganda þess að ákveðið var að hefjast handa við verkið og framkvæmdina. Fjallað var um vígsluathöfnina á baksíðu Morgunblaðsins og þremur opnum inni í blaðinu 15. apríl þar sem m.a. eru birtar allar ræður sem fluttar voru við opnunarhátíðina og daginn eftir, 16. apríl, var einnig

...