Rúm öld er liðin síðan Gunnlaugur Einarsson læknir færði frímúrarastúkunni Eddu í Reykjavík bók að gjöf í von um að hún yrði til allrar framtíðar varðveitt í fórum stúkunnar. Bókin er engin smásmíði, í svokölluðu fólíó-broti sem samsvarar því sem…
Menningararfur Kristján Þórðarson, stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi, með Guðbrandsbiblíu í hendi.
Menningararfur Kristján Þórðarson, stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi, með Guðbrandsbiblíu í hendi. — Morgunblaðið/Eyþór

Viðtal

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Rúm öld er liðin síðan Gunnlaugur Einarsson læknir færði frímúrarastúkunni Eddu í Reykjavík bók að gjöf í von um að hún yrði til allrar framtíðar varðveitt í fórum stúkunnar. Bókin er engin smásmíði, í svokölluðu fólíó-broti sem samsvarar því sem næst arkarstærðinni A3 eins og við nútímafólk könnumst glögglega við.

En bók þessi er ekki aðeins stór. Hún er einnig gríðarlega fágæt. Gjöfin var nefnilega eintak af Guðbrandsbiblíu, sem prentuð var á Hólum í Hjaltadal árið 1584 og síðar kennd við biskupinn sem stóð að verkinu, Guðbrand Þorláksson.

Þessi merka bók kemur nær aldrei fyrir almenningssjónir en breyting verður á því næstkomandi laugardag. Þá hyggst Frímúrarareglan á

...