„Stjórnendur, sem lúta ekki boðvaldi annarra, ber skylda til að skipuleggja sjálfir sína orlofstöku. Þegar upp koma ágreiningsmál á almennum vinnumarkaði þar sem stjórnandi heldur því fram að hann hafi ekki tekið út fullt orlof, þá er þeim…
Orlofsréttindi Stjórn fyrirtækja eða þeir sem fara með kjaramálin klára uppgjör við fráfarandi framkvæmdastjóra.
Orlofsréttindi Stjórn fyrirtækja eða þeir sem fara með kjaramálin klára uppgjör við fráfarandi framkvæmdastjóra. — Morgunblaðið/Hari

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

„Stjórnendur, sem lúta ekki boðvaldi annarra, ber skylda til að skipuleggja sjálfir sína orlofstöku. Þegar upp koma ágreiningsmál á almennum vinnumarkaði þar sem stjórnandi heldur því fram að hann hafi ekki tekið út fullt orlof, þá er þeim kröfum almennt hafnað með vísan til þess að stjórnandinn skipuleggi sjálfur sitt orlof,“ segir Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins.

Framsal orlofs milli orlofsára er óheimilt samkvæmt lögum

Hann segir að í 13. gr. orlofsalaga komi fram að óheimilt sé að flytja orlofslaun milli orlofsára. Atvinnurekandi geti hins vegar verið bundinn af kjarasamningi og persónubundnum samningum sem séu ívilnandi. Á þeim grundvelli séu dæmi um að orlofskröfum hafi verið hafnað þegar starfsmenn halda því

...