Víkingur úr Reykjavík tekur á móti UE Santa Coloma frá Andorra í fyrri leik liðanna í 4. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Víkingsvelli klukkan 18 í kvöld. Liðin mætast öðru sinni eftir slétta viku í Andorra og tryggir…
Evrópa Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings er spenntur fyrir viðureigninni gegn Santa Coloma og bjartsýnn á að komast í deildarkeppnina.
Evrópa Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings er spenntur fyrir viðureigninni gegn Santa Coloma og bjartsýnn á að komast í deildarkeppnina. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Víkingur úr Reykjavík tekur á móti UE Santa Coloma frá Andorra í fyrri leik liðanna í 4. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Víkingsvelli klukkan 18 í kvöld.

Liðin mætast öðru sinni eftir slétta viku í Andorra og tryggir sigurvegari einvígisins sér sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, ekki riðlakeppni eins og hefur verið frá stofnun keppninnar árið 2021. UEFA tilkynnti í gær að deildarkeppni tæki við af riðlakeppni í Sambandsdeildinni og Evrópudeildinni líkt og áður hafði verið tilkynnt um í Meistaradeild Evrópu.

Öfunduðum Blikana

Breiðabliki tókst að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðasta tímabili og varð þá fyrsta íslenska karlaliðið sem kemst í riðlakeppni í Evrópu.

„Ég held

...