Mötuneyti Fríar skólamáltíðir hafa vakið líflegar samfélagsumræður.
Mötuneyti Fríar skólamáltíðir hafa vakið líflegar samfélagsumræður. — Morgunblaðið/Eggert

Það hefur valdið fjaðrafoki að voga sér að mótmæla fríum skólamáltíðum og blýöntum.

Fyrir ekki svo löngu hefði engum dottið í hug að borga ekki mat ofan í krakkana sína. Þetta voru ekki upphæðir sem menn réðu ekki við.

Þá var heldur ekki búið að eyðileggja húsnæðismöguleika alþýðufólks til frambúðar eins og hefur gerst á síðustu áratugum á vaxandi hraða.

Þar bera stjórnendur stærsta sveitarfélagsins mesta ábyrgð með áætlunarbúskapnum „þétting byggðar“, sem sannarlega reyndist kolröng stefna og hefur leitt til mesta ójafnaðar og misskiptingar síðan á dögum einokunarverslunar.

Nú væri þörf á nýju Breiðholti til að vinda ofan af vitleysunni og koma venjulegu fólki aftur í þá aðstöðu að húsaleiga sé eðlilegur hluti

...