Fagnað Narendra Modi var vel fagnað þegar hann kom til Varsjár.
Fagnað Narendra Modi var vel fagnað þegar hann kom til Varsjár. — AFP/Sergei Gapon

Narendra Modi forsætisráðherra Indlands kom í gær í fyrstu opinberu heimsókn indversks forsætisráðherra til Póllands í 45 ár. Modi mun einnig heimsækja Úkraínu en þangað hefur indverskur forsætisráðherra aldrei komið.

Modi mun eiga viðræður við Donald Tusk forsætisráðherra Póllands og Andrzej Duda forseta landsins í dag. Wladyslaw Kosiniak-Kamysz aðstoðarforsætisráðherra Póllands sagði að efnahagsleg tengsl landanna yrðu m.a. til umræðu.

Þá mun Modi eiga fund með Volodimír Selenskí forseta Úkraínu síðar í vikunni.

Modi hefur reynt að þræða einstigi milli þess að viðhalda sögulegum nánum tengslum Indlands við Rússland og auka jafnframt tengsl landsins við vestræn ríki til að vinna gegn auknum áhrifum nágrannaríkisins Kína.

...