„Ég vakti athygli á því fyrir ári að þessar hugmyndir myndu kosta miklu meira, u.þ.b. 300 milljarða eins og við erum að ræða hér í dag. Það eru því ekki ný tíðindi fyrir mig að þessi metnaðarfullu áform muni kosta miklu meira en upphaflega var …
Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Ég vakti athygli á því fyrir ári að þessar hugmyndir myndu kosta miklu meira, u.þ.b. 300 milljarða eins og við erum að ræða hér í dag. Það eru því ekki ný tíðindi fyrir mig að þessi metnaðarfullu áform muni kosta miklu meira en upphaflega var lagt upp með,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið, spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að kostnaður við samgöngusáttmálann muni hækka enn frekar en orðið er.

„Við teljum okkur vera með mun raunhæfari útreikninga í dag þar sem búið er að fara miklu dýpra ofan í raunkostnað við einstaka verkefni en gert hafði verið 2019. Þegar við berum saman tölur yfir tímabil verðum við að horfa á verðlagsbreytingar, en óvissan um kostnaðinn er ásættanleg í dag og það er miklu minni óvissa en var 2019. Við erum

...