Dagný Helgadóttir er fædd 22. ágúst 1949 á Víðimel í Reykjavík en fluttist þriggja ára í Laugarásinn, þar sem foreldrar hennar byggðu sér hús. „Þar var gott að alast upp, Laugarásinn og Laugardalurinn voru hálfgerð sveit á þessum tíma, sauðfé…
Barnabörnin Í leikherberginu hjá Dagnýju og Gunnari í fyrrasumar. Frá vinstri: Birkir, Klara með Bjarka, Hákon með Baldur, Þorgeir og Styrmir.
Barnabörnin Í leikherberginu hjá Dagnýju og Gunnari í fyrrasumar. Frá vinstri: Birkir, Klara með Bjarka, Hákon með Baldur, Þorgeir og Styrmir.

Dagný Helgadóttir er fædd 22. ágúst 1949 á Víðimel í Reykjavík en fluttist þriggja ára í Laugarásinn, þar sem foreldrar hennar byggðu sér hús. „Þar var gott að alast upp, Laugarásinn og Laugardalurinn voru hálfgerð sveit á þessum tíma, sauðfé og hestar á beit í dalnum og óbyggt holt þar sem nú stendur Áskirkjan var leiksvæði okkar barnanna.

Ég var tvö sumur í sveit á Hafsteinsstöðum í Skagafirði, miklu menningarheimili, eldri bóndinn Jón Björnsson var söngstjóri karlakórsins Heimis og yngri bóndinn Steinbjörn sonur hans mikill tenór, söng einsöng með kórnum. Tónlistin var þarna í hávegum höfð. Gamli tíminn var enn við völd og meðal verka minna var að stýra rakstrarvél sem hesti var beitt fyrir.“

Dagný gekk í Langholtsskóla, tók landspróf frá Vogaskóla og svo lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík, þaðan sem hún varð stúdent 1969.

...