Á meðan Reykjavíkurmaraþon verður hlaupið á götum Reykjavíkurborgar á laugardag fer fram maraþon af öðru tagi í Hallgrímskirkju. Það er hið árlega Orgelmaraþon Menningarnætur sem stendur frá klukkan 14 til 18 en einnig verður boðið upp á…

Á meðan Reykjavíkurmaraþon verður hlaupið á götum Reykjavíkurborgar á laugardag fer fram maraþon af öðru tagi í Hallgrímskirkju. Það er hið árlega Orgelmaraþon Menningarnætur sem stendur frá klukkan 14 til 18 en einnig verður boðið upp á „Hallgrímskirkju-kórónur“ og listasmiðju fyrir börnin á milli 14 og 16. Aðgangur að viðburðunum er ókeypis. Á sunnudaginn leikur Nils Henrik Asheim síðan fyrir gesti á lokatónleikum Orgelsumarsins sem hefjast klukkan 17.