Undirritaður hefur verið samningur milli Umhverfisstofnunar og Landbúnaðarháskóla Íslands um nám sem veitir réttindi til að gegna starfi landvarðar. Slíkir starfa í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum; svo sem í Vatnajökulsþjóðgarði, á Þingvöllum og…
Þingvellir Margir eru á ferðinni og rík þörf fyrir öfluga landvörslu.
Þingvellir Margir eru á ferðinni og rík þörf fyrir öfluga landvörslu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Undirritaður hefur verið samningur milli Umhverfisstofnunar og Landbúnaðarháskóla Íslands um nám sem veitir réttindi til að gegna starfi landvarðar. Slíkir starfa í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum; svo sem í Vatnajökulsþjóðgarði, á Þingvöllum og að Fjallabaki, svo eitthvað sé nefnt,

Námskeið fyrir landverði hafa lengi verið haldin af Umhverfisstofnun. Nú kemur LbhÍ einnig að námskeiðahaldi, sem Umhverfisstofnun ber ábyrgð á að rétt sé staðið að. Í kennslunni er tekin fyrir umhverfisfræðsla og -túlkun, mannleg samskipti, verkleg þjálfun og öryggismál á friðlýstum svæðum, auk þess sem fjallað er á breiðum grundvelli um náttúrufar og þjóðlíf á Íslandi.

„Markmið samningsins er að efla nám í landvörslu og nýta sem best sérþekkingu og aðstöðu sem samningsaðilar búa yfir,“ segir Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor LbhÍ. „Flestir þeir þættir sem Umhverfisstofnun leggur áherslu á í landvarðanámi eru kenndir við fagdeildina Náttúra og skógur

...