Færeyjar Utanríkisráðherra ásamt aðalræðismanni Íslands í Færeyjum og viðskiptasendinefnd fyrir utan Bakkafrost, stærsta fyrirtæki Færeyja.
Færeyjar Utanríkisráðherra ásamt aðalræðismanni Íslands í Færeyjum og viðskiptasendinefnd fyrir utan Bakkafrost, stærsta fyrirtæki Færeyja. — Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Tvíhliða samskipti og viðskipti Íslands og Færeyja voru í brennidepli í ferð utanríkisráðherra til Færeyja í vikunni. Með ráðherra í för var viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum 11 fyrirtækja auk Íslandsstofu. Ferðin var að frumkvæði og tilstuðlan Færeysk-íslenska viðskiptaráðsins en tilgangur ráðsins er að styrkja viðskiptatengsl Íslands og Færeyja.

„Það er ánægjulegt að vera komin aftur til Færeyja með fulltrúum íslenskra fyrirtækja sem hafa áhuga á að styrkja viðskiptatengslin. Vinátta og tengsl Íslendinga og Færeyinga byggjast á traustum grunni, meðal annars á sameiginlegum menningararfi og sögu. Við eigum það einnig sameiginlegt að vera fámennar eyþjóðir sem eiga hagsæld sína að þakka sömu atvinnugreinum. Þá hefur fríverslunarsamningur Íslands og Færeyja, Hoyvíkursamningurinn svokallaði, bæði eflt viðskipti og styrkt pólitísk tengsl landanna,“ segir Þórdís Kolbrún

...