„Við förum inn í nýtt leikár að springa af spenningi enda margar frábærar sýningar á leiðinni. Síðasta leikár var einstakt, sýningarnar hrifu áhorfendur og aðsókn í vor var sú mesta í manna minnum
Eftirvænting „Við förum inn í nýtt leikár að springa af spenningi enda margar frábærar sýningar á leiðinni.“
Eftirvænting „Við förum inn í nýtt leikár að springa af spenningi enda margar frábærar sýningar á leiðinni.“ — Morgunblaðið/Eyþór

Viðtal

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Við förum inn í nýtt leikár að springa af spenningi enda margar frábærar sýningar á leiðinni. Síðasta leikár var einstakt, sýningarnar hrifu áhorfendur og aðsókn í vor var sú mesta í manna minnum. Það litar kannski að einhverju leyti þetta leikár að það eru óvenjumargar sýningar sem hafa notið mikilla vinsælda sem halda áfram,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri inntur eftir komandi leikári. Segir hann leikárið fjölbreytt en megináhersluna vera á sögur um fjölskylduna og lífið á Íslandi. „Þó að fókusinn í vetur sé gjarnan á heimilið og kastljósinu sé beint að samböndum, hjónaböndum, foreldrum og börnum, þá endurspeglar viðfangsefnið heiminn, heimsmálin, stríð, frið og allt þar á milli. Ég held að þetta leikár sé frekar aðgengilegt og nálægt áhorfendum

...