Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, kom mörgum á óvart þegar hún skrifaði undir eins árs samning við Al Qadsiah í Sádi-Arabíu
Sádi-Arabía Sara Björk Gunnarsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við Al Qadsiah en liðið hafnaði í fjórða sæti efstu deildar þar í landi á síðasta keppnistímabili.
Sádi-Arabía Sara Björk Gunnarsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við Al Qadsiah en liðið hafnaði í fjórða sæti efstu deildar þar í landi á síðasta keppnistímabili. — Ljósmynd/Al Qadsiah

Sádi-Arabía

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, kom mörgum á óvart þegar hún skrifaði undir eins árs samning við Al Qadsiah í Sádi-Arabíu.

Sara Björk, sem er 33 ára gömul, er fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem skrifar undir samning í Sádi-Arabíu en hún gekk til liðs við félagið eftir tvö ár í herbúðum ítalska stórliðsins Juventus.

Hún er sigursælasta knattspyrnukona sem Ísland hefur átt en hún varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með Rosengård, fjórum sinnum Þýskalands- og bikarmeistari með Wolfsburg, Evrópumeistari með Lyon í Frakkland í tvígang, einu sinni Frakklandsmeistari

...