„Ég varð að breyta fyrirætlunum úr því svona illa fór,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, nýkjörinn biskup Íslands. Hún er ein þúsunda sem skráð hafa sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni næsta laugardag og ætlaði sér þar að hlaupa 21 kílómetra
Hlaupakona Guðrún situr á steini heima í Grafarvogi og heldur hér fast um snúinn og bólginn vinstri fótinn.
Hlaupakona Guðrún situr á steini heima í Grafarvogi og heldur hér fast um snúinn og bólginn vinstri fótinn. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Ég varð að breyta fyrirætlunum úr því svona illa fór,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, nýkjörinn biskup Íslands. Hún er ein þúsunda sem skráð hafa sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni næsta laugardag og ætlaði sér þar að hlaupa 21 kílómetra. Fyrir tveimur vikum, þegar Guðrún var í utanvegahlaupi nærri Reykjavík, missteig hún sig eða hnaut á vinstri fæti svo hún haltrar um og er ekki hlaupafær. Því eru góð ráð dýr. Má hér raunar minna á orðatiltækið um að enginn verði

...