Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúverjahreppi, lýsir áhyggjum sínum af hægum þroska í kornræktinni vegna óhagstæðra veðurskilyrða í sumar. Í samtali við Morgunblaðið segir Björgvin að þótt kornræktin hafi byrjað ágætlega…
Korn Útlit er fyrir að þreskjað verði í seinna fallinu í ár í Laxárdal
Korn Útlit er fyrir að þreskjað verði í seinna fallinu í ár í Laxárdal — Ljósmynd/Korngrís

Sæþór Már Hinriksson

saethor@mbl.is

Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúverjahreppi, lýsir áhyggjum sínum af hægum þroska í kornræktinni vegna óhagstæðra veðurskilyrða í sumar.

Í samtali við Morgunblaðið segir Björgvin að þótt kornræktin hafi byrjað ágætlega í vor, hafi óvenjumikil vætutíð og sólarleysi gert það að verkum að hægst hafi verulega á vextinum. Hann bendir á að til að uppskera verði viðunandi þurfi veðrið í september að vera gott, annars gæti orðið alvarlegur uppskerubrestir.

Sáði í 300 hektara

Björgvin ræktar korn á um 300 hekturum lands og telur sig vera einn af stærstu kornbændum landsins. Kornið er allt ætlað í svínafóður fyrir eigin svínabú, en á búinu eru um 220 gyltur. Hver gylta gefur að jafnaði um 30

...