Staðsetningin hefur vakið mikla athygli og má með sanni segja að staðurinn sé falinn demantur við Hafnarfjarðarhöfn. Veitingastaðurinn Sól er inni í lifandi gróðurhúsi þar sem gestir borða yfir blómlegri og gróskumikilli uppskeru sem fangar bæði augu og munn
Útsýnið Veitingastaðurinn Sól er mikil prýði við höfnina og gestir og gangandi verða hreinlega dolfallnir yfir þessu fallega útsýni sem staðurinn býður upp á.
Útsýnið Veitingastaðurinn Sól er mikil prýði við höfnina og gestir og gangandi verða hreinlega dolfallnir yfir þessu fallega útsýni sem staðurinn býður upp á. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Staðsetningin hefur vakið mikla athygli og má með sanni segja að staðurinn sé falinn demantur við Hafnarfjarðarhöfn. Veitingastaðurinn Sól er inni í lifandi gróðurhúsi þar sem gestir borða yfir blómlegri og gróskumikilli uppskeru sem fangar bæði augu og munn. Upplifun gesta þegar inn er komið snertir öll skilningarvitin og fegurð staðarins gerir matarupplifunina enn meira spennandi.

Eigendur staðarins eru tvenn hjón, þau Sölvi Steinarr og Björk Bjarnadóttir og Brjánn Guðjónsson og Guðrún Auður Böðvarsdóttir, sem reka staðinn saman. Guðrún segir að tilurð Sólar eigi sér langan aðdraganda. „Okkur langaði til að gera eitthvað sérstakt við höfnina sem myndi upphefja þetta skemmtilega umhverfi við Skipalón með þessu mikla fuglalífi og gróðri,

...