TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hefur ekki verið tiltæk í allt sumar vegna alvarlegrar bilunar í hreyflum vélarinnar. Samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar fór TF-SIF í umfangsmikla skoðun…
Flugvélin TF-SIF Vél Landhelgisgæslunnar átti að annast eftirlit á hafsvæðinu við Ísland í sumar. Ekki gat orðið af því vegna bilunar í hreyflum hennar.
Flugvélin TF-SIF Vél Landhelgisgæslunnar átti að annast eftirlit á hafsvæðinu við Ísland í sumar. Ekki gat orðið af því vegna bilunar í hreyflum hennar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hefur ekki verið tiltæk í allt sumar vegna alvarlegrar bilunar í hreyflum vélarinnar.

Samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar fór TF-SIF í umfangsmikla skoðun (svokallaða C-skoðun) hjá fyrirtækinu Medavia á Möltu í vor. Skoðun sem þessi er reglubundin og framkvæmd á fimm ára fresti.

Fyrir utan venjubundið viðhald þurfa flugvélahreyflar að fara í upptekt með reglubundnu millibili. Þegar hreyflar eru sendir í upptekt eru þeir opnaðir og gerð ítarleg ástandsskoðun á þeim og skipt um parta sem eru orðnir slitnir.

Ásgeir segir að í C-skoðuninni ytra hafi fundist tæring á ytra

...