Það er mikið framfaraskref að nýta gervigreind með markvissum hætti hjá hinu opinbera. Þetta sparar bæði tíma og fjármuni.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Fyrir ári skrifaði ég grein í Morgunblaðið um regluverkið sem enginn bað um en hún fjallaði um gullhúðun við innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins. Of oft hefur það gerst að við innleiðingu regluverks hefur verið gengið lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir, oft án vitneskju löggjafarvaldsins.

Flókið regluverk eykur skriffinnsku, afgreiðslutíma og kostnað samfélagsins. Fámenn þjóð á að leggja áherslu á einfalt regluverk.

Í vikunni kynnti ég vinnu við greiningu á gullhúðun á EES-gerðum á málefnasviði ráðuneytisins sem snýst um að nota gervigreind til að greina gullhúðun á gildandi löggjöf og forgangsraða eftir áhrifum án þess að kosta til fjölda vinnustunda starfsmanna. Það þarf ekki að vera dýrt að spara mikið og mikilvægt að skoða núverandi lagabálka en ekki

...