Einn eigandi nikótínpúðaverslunarinnar Svens telur umræðuna um nikótínpúða á villigötum og segir hana ekki alltaf byggða á staðreyndum. Foreldrafélög í skólum í Fossvogi hafa nýlega mótmælt fyrirhugaðri opnun Svens í verslunarkjarnanum Grímsbæ þar sem þau hafa áhyggjur af nikótínneyslu barna
Sven Kristján Ragnar Kristjánsson er einn af eigendum Svens.
Sven Kristján Ragnar Kristjánsson er einn af eigendum Svens. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Agnar Már Másson

agnarmar@mbl.is

Einn eigandi nikótínpúðaverslunarinnar Svens telur umræðuna um nikótínpúða á villigötum og segir hana ekki alltaf byggða á staðreyndum. Foreldrafélög í skólum í Fossvogi hafa nýlega mótmælt fyrirhugaðri opnun Svens í verslunarkjarnanum Grímsbæ þar sem þau hafa áhyggjur af nikótínneyslu barna.

Kristján Ragnar Kristjánsson, eða Kristján Ra eins og hann er kallaður, kveðst geta fullvissað foreldra um að Svens selji ekki fólki undir 18 ára.

...