Listasafn Reykjavíkur Átthagamálverkið ★★★★· Sýningarstjóri Markús Þór Andrésson. Sýningin stendur til 6. október 2024.Opið alla daga 10-17.
Margir Til sýnis eru 113 málverk eftir listamenn á borð við Stórval, Þránd Þórarinsson og 97 aðra málara.
Margir Til sýnis eru 113 málverk eftir listamenn á borð við Stórval, Þránd Þórarinsson og 97 aðra málara. — Ljósmyndir/María Margrét Jóhannsdóttir

Myndlist

María Margrét Jóhannsdóttir

Fortíðarþráin er allt um lykjandi á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Íslensku stofumálverkin sem ömmur okkar og afar skreyttu veggi sína með í árafjöld fá nú kærkomna upphefð í Vestursal listasafnsins undir yfirheitinu Átthagamálverkið. Um er að ræða verk sem sýna íslensk kennileiti en fanga á sama tíma löngu horfinn heim. Heim sem hefur í gegnum tíðina tekið svo örum breytingum í takt við efnahagsþróun og lífsgæðakapphlaup að fátt eimir eftir af því einfalda lífi sem áður þekktist. Í kynningartexta listasafnsins segir að hér sé gerð tilraun til þess að „hægja á þessari framrás, stöðva tímann, fanga eitthvað áður en það verður um seinan“. Sýningin snýst því um meira en bara að veita kennslustund í landafræði með því að draga fram fallegar landslagsmyndir héðan

...