Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að framlengja ekki líftíma fjarskiptasjóðs og leggja hann niður. Ráðherra hefur kynnt ríkisstjórn þessa ákvörðun sína.

Að öllu óbreyttu munu lög um fjarskiptasjóð því falla brott við lok þessa árs og hættir starfsemi sjóðsins frá sama tíma.

Fjarskiptasjóður hóf störf í ársbyrjun 2006 í kjölfar sölu á hlut ríkisins í Símanum hf. Samkvæmt lögum um sjóðinn hefur hann það hlutverk að stuðla að uppbyggingu á sviði fjarskiptamála. Frá upphafi hefur meginhlutverk sjóðsins verið að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta, verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóðfélagsins á sviði fjarskipta og annarra verkefna sem ætla má að verði ekki ráðist í á markaðsforsendum. Lögin kváðu upphaflega á um niðurlagningu sjóðsins með

...