Kristín Þórunn Tómasdóttir
Kristín Þórunn Tómasdóttir

Tveir prestar hafa nýlega verið valdir til þjónustu í þjóðkirkjunni á Suðurlandi.

Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir var valin til að verða sóknarprestur í Skálholtsprestakalli og séra Jóhanna Magnúsdóttir var valin til að vera sóknarprestur í Víkurprestakalli í Mýrdal. Biskup Íslands hefur staðfest ráðningarnar.

Sr. Jóhanna er fædd í Reykjavík árið 1961, dóttir Magnúsar Björnssonar og Valgerðar Kristjánsdóttur. Jóhanna ólst upp í Reykjavík þar sem hún lauk stúdentsprófi og cand. theol.-gráðu frá Háskóla Íslands.

Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu. Var vígð sem sérþjónustuprestur til Sólheima í Grímsnesi árið 2015. Hún hefur síðan sinnt prestsþjónustu í Skálholtsprestakalli, Kirkjubæjarklaustursprestakalli og einnig leyst af í Digranes- og Hjallaprestakalli. Sr. Jóhanna á þrjú börn og

...