Sungið verður um sólina, ástina og sjóinn á hádegistónleikunum Sumarsól sem verða í Seltjarnarneskirkju næsta þriðjudag, 27. ágúst. Tónleikarnir hefjast kl. 12. Á dagskránni eru meðal annars dúettinn Ó blessuð vertu sumarsól í fallegri útsetningu…
Tónlistarfólkið Frá vinstri: Matthías Stefánsson, Hallveig Rúnarsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir listrænn stjórnandi hér á göngustíg vestur á Gróttu á hinu fallega Seltjarnarnesi.
Tónlistarfólkið Frá vinstri: Matthías Stefánsson, Hallveig Rúnarsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir listrænn stjórnandi hér á göngustíg vestur á Gróttu á hinu fallega Seltjarnarnesi.

Sungið verður um sólina, ástina og sjóinn á hádegistónleikunum Sumarsól sem verða í Seltjarnarneskirkju næsta þriðjudag, 27. ágúst. Tónleikarnir hefjast kl. 12. Á dagskránni eru meðal annars dúettinn Ó blessuð vertu sumarsól í fallegri útsetningu Jónasar Ingimundarsonar, Blómadúettinn úr Lakmé, grípandi sönglög eftir Jón Múla, Fauré, Reynaldo Hahn, Édith Piaf, Kurt Weill og Pál Ísólfsson.

Listamennirnir munu leiða áheyrendur í gegnum dagskrána með stuttum kynningum. Þau sem fram koma eru Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran, sem jafnframt er listrænn stjórnandi, og svo Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari og Matthías Stefánsson fiðluleikari

„Við sem komum fram á þessum tónleikum höfum starfað lengi saman. Núna settum við

...