Hafnsögumenn Faxaflóahafna, 12 talsins, fóru snemma sl. vor í þjálfun í siglingahermi hjá fyrirtæki í Hamborg í Þýskalandi sem sérhæfir sig í þjálfun tengdum siglingum, m.a. fyrir hafnsögumenn (lóðsa)
Norwegian Prima Risaskipið við Viðey, á þeim stað þar sem óhappið varð. Verið var að snúa skipinu í miklu roki.
Norwegian Prima Risaskipið við Viðey, á þeim stað þar sem óhappið varð. Verið var að snúa skipinu í miklu roki. — Morgunblaðið/sisi

Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Hafnsögumenn Faxaflóahafna, 12 talsins, fóru snemma sl. vor í þjálfun í siglingahermi hjá fyrirtæki í Hamborg í Þýskalandi sem sérhæfir sig í þjálfun tengdum siglingum, m.a. fyrir hafnsögumenn (lóðsa). Fyrirtækið Marine Training Center Hamburg þjálfar til dæmis hafnsögumenn sem starfa í Hamborg sem og skipstjóra skipa margra stærstu fyrirtækja sem gera út skemmtiferðaskip.

Að sögn Gísla Jóhanns Hallssonar yfirhafnsögumanns var tekin um þetta ákvörðun í kjölfar þess að skemmtiferðaskipið Norwegian Prima var nálægt því að stranda við Viðey hinn 26. maí 2023. Er þetta brautryðjandastarf í þjálfun hafnsögumanna hérlendis.

Í siglingaherminn voru settar upp allar hafnir Faxaflóahafna,

...