1. Fagnaðu bragði haustsins

Dýfðu þér inn í árstíðina með því að bragðbæta allt með graskerskryddi (e. pumpkin spice). Það er ýmist hægt að kaupa síróp eða krydd með þessu sérstaka bragði, en einnig er hægt að búa sjálfur til kryddið með því að blanda saman kanil, múskati, negul og engifer
— Morgunblaðið/Eggert

Fagnaðu bragði haustsins

Dýfðu þér inn í árstíðina með því að bragðbæta allt með graskerskryddi (e. pumpkin spice). Það er ýmist hægt að kaupa síróp eða krydd með þessu sérstaka bragði, en einnig er hægt að búa sjálfur til kryddið með því að blanda saman kanil, múskati, negul og engifer. Kryddið er fullkomið í kaffið, sér í lagi í latte-ið en einnig er hægt að bragðbæta ýmsar kökur með þessum haustlega keim.

Farðu í berjamó

Það er fátt skemmtilegra en að fara í berjamó á haustin. Ef erfitt reynist að finna safarík bláber eftir þetta kalda sumar standa krækiberin alltaf fyrir sínu. Við vonum nú samt að það rætist vel úr berjasprettunni. Í kringum höfuðborgarsvæðið er hægt að kíkja í Heiðmörk til dæmis, í Mosfellsdal eða jafnvel

...