Frelsi Jóns snerist um atvinnufrelsi, að fá að róa til fiskjar, því ekki gaf landbúnaðurinn á Reyni lífsafkomu.
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason

Þegar ritari var ungur maður í sveit í þorpi undraðist hann mjög þann lýðræðishalla, sem þar var. Þegar barnið spurði um kosningar til sveitarstjórnar sagði föðurbróðir hans að það væri óþarfi að kjósa. Það væri borinn fram „listi samvinnumanna“, og hann væri sjálfkjörinn. Í raun væri óþarfi að kjósa. Þarna runnu Kaupfélagið og stjórnmálin saman í eitt. Ritarinn reyndi að þefa uppi hvort einhver hefði greitt föður hans atkvæði í alþingiskosningum tveimur árum fyrr. Ritari fann engan. Reyndar skynjaði ritari að sennilega hefði aðkomukona greitt Sjálfstæðisflokknum atkvæði í sömu alþingiskosningum.

Svo liðu árin. Þá gerðust þau undur að ungur maður í bænum fór í prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum. Ritari taldi þetta framför og hafði orð á þessu við föðurbróður sinn, sem brast í grát og sagði: „Hvernig getur hann

...