Neskaupstaður Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og réttarmeinafræðingur aðstoðuðu við rannsókn málsins á vettvangi í gær.
Neskaupstaður Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og réttarmeinafræðingur aðstoðuðu við rannsókn málsins á vettvangi í gær.

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú morð á hjónum á áttræðisaldri, sem fundust látin á heimili sínu í Neskaupstað í gærmorgun. Lögreglan fékk tilkynningu í gær kl. 12.35 um að tveir einstaklingar hefðu fundist látnir í heimahúsi í Neskaupstað. Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að aðstæður á vettvangi hafi bent til saknæms athæfis, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru hjónin bæði með skotáverka.

Grunur beindist að karlmanni sem talið var að hefði tekið bifreið þeirra hjóna ófrjálsri hendi. Hóf lögreglan þegar í stað leit að bifreiðinni, sem sást í

...