„Þegar umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vindorkuver kemur til afgreiðslu geri ég ekki ráð fyrir öðru en jákvæðum undirtektum hér. Þetta verkefni virðist hafa meðbyr; að minnsta kosti eru óánægjuraddir ekki háværar,“ segir Eggert Valur Guðmundsson oddviti Rangárþings ytra
Afl Vindmyllurnar á Hafinu ofan við Búrfell. Til vinstri á myndinni sést Þjórsá, en handan hennar er komið í Rangárþing ytra. Innan landamæra þar og ofar í landinu á Vaðöldu stendur til að reisa um 30 myllur.
Afl Vindmyllurnar á Hafinu ofan við Búrfell. Til vinstri á myndinni sést Þjórsá, en handan hennar er komið í Rangárþing ytra. Innan landamæra þar og ofar í landinu á Vaðöldu stendur til að reisa um 30 myllur. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

ff

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Þegar umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vindorkuver kemur til afgreiðslu geri ég ekki ráð fyrir öðru en jákvæðum undirtektum hér. Þetta verkefni virðist hafa meðbyr; að minnsta kosti eru óánægjuraddir ekki háværar,“ segir Eggert Valur Guðmundsson oddviti Rangárþings ytra. Sem kunnugt er gaf Orkustofnun á dögunum út leyfi fyrir virkjun vindorku í Búrfellslundi, á svonefndri Vaðöldu, sem er nærri Sultartangastíflu. Þar er ætlun Landsvirkjunar að reisa 28-30 vindmyllur á 17 ferkílómetra svæði. Uppsett afl þeirra verður um 120 MW. Sú orka er lítið eitt minni en uppsett afl Sultartangavirkjunar, sem er þarna skammt frá og nýtir fall Tungnaár.

Nærsamfélagið njóti arðs af nýtingu

Skipulagsmál vegna vindorkuversins eru

...