Ingimar Ingason fæddist á æskuheimili sínu í Borgarnesi 23. ágúst 1964 og er þriðji í röð fjögurra systkina. „Ég ólst upp í Borganesi við mikið frelsi þar sem klettaborgir og fjörur voru endalaus uppspretta ævintýra, auk þess sem fótbolti og…
Fjölskyldan Á ferðalagi á Nýja-Sjálandi – frá vinstri: Ingimar, Guðrún, Helena, Stefanía, Nína og Lukasz.
Fjölskyldan Á ferðalagi á Nýja-Sjálandi – frá vinstri: Ingimar, Guðrún, Helena, Stefanía, Nína og Lukasz.

Ingimar Ingason fæddist á æskuheimili sínu í Borgarnesi 23. ágúst 1964 og er þriðji í röð fjögurra systkina. „Ég ólst upp í Borganesi við mikið frelsi þar sem klettaborgir og fjörur voru endalaus uppspretta ævintýra, auk þess sem fótbolti og aðrir útileikir voru fyrirferðarmiklir á uppvaxtarárunum.

Ég byrjaði snemma að vinna, m.a. við að bera út reikninga fyrir Kaupfélag Borgfirðinga og selja rósir fyrir Kvenfélagið, en níu ára var ég svo sendur í sveit til heiðurshjónanna Guðmundar Jónssonar og Margrétar Júlíusdóttur á Bjarnastöðum í Hvítársíðu, þar sem ég dvaldi á hverju sumri næstu fjögur árin. Eftir það vann ég hjá Guðmundi föðurbróður mínum á Essó-stöðinni í Borgarnesi (nú N1) næstu níu sumur, ef frá er talið eitt sumar sem ég dvaldi í Englandi og flakkaði um meginland Evrópu á Interrail.“

Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum

...