Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Pólitíkin er skrítin tík. Ein skýrasta birtingarmynd þeirrar staðreyndar er óskiljanleg andstaða ýmissa sjálfstæðismanna við úrbætur í samgöngumálum Reykvíkinga síðustu ár. Spurningin sem hefur legið í loftinu er: Hvað hafa íbúar Reykjavíkur eiginlega gert Sjálfstæðisflokknum? Svari hver fyrir sig.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa lengi kallað eftir því að samgöngukerfið verði uppfært í samræmi við fjölgun íbúa og bíla. Bara frá árinu 2019 hefur íbúum svæðisins fjölgað um 21.000 og bílum um 16.000. Allar greiningar á stöðunni og leiðum til úrbóta sýna að fjölbreyttar samgönguleiðir skila mestum árangi auk þess að mæta kröfum íbúa um frelsi til að velja sér samgöngumáta. Því fleiri íbúar sem velja almenningssamgöngur eða hjól, því meira pláss fyrir bíla. Þetta er ekki pólitísk skoðun, þetta er grunnskólastærðfræði.

Sem þingmaður Reykjavíkur fagna ég skýrri

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson