Fyrir tæpum tveimur árum lét Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ummæli um „tásumyndir á Tene“ falla þar sem hann latti fólk til að fara í sólarlandaferðir til að sporna við verðbólgunni en við sama tækifæri hækkuðu stýrivextir upp í 6%
Ylur Tenerife er stærst Kanaríeyjanna og býður upp á fallegar strendur, tæran sjó og glæsilega gististaði.
Ylur Tenerife er stærst Kanaríeyjanna og býður upp á fallegar strendur, tæran sjó og glæsilega gististaði. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Fyrir tæpum tveimur árum lét Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ummæli um „tásumyndir á Tene“ falla þar sem hann latti fólk til að fara í sólarlandaferðir til að sporna við verðbólgunni en við sama tækifæri hækkuðu stýrivextir upp í 6%.

Á miðvikudaginn var ný vaxtaákvörðun kynnt þar sem vextir voru látnir vera óbreyttir í 9,25%.

Af því tilefni kannaði Morgunblaðið hvernig gengi að selja ferðir til Tenerife í haust og vetur.

Þórunn Reynisdóttir forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar telur að sólarlandaferðir séu ekki ástæða verðbólgunnar. Hún segir að góður gangur sé í sölu ferða næstu mánuðina.

...