„Ég hef alltaf verið of þung, eða alveg frá því að ég eignaðist mitt fyrsta barn aðeins 17 ára gömul. Tilgangurinn með aðgerðinni var ekki endilega að grennast, mér var ekkert sérstaklega illa við þessi aukakíló, heldur vildi ég losna við sykursýkina sem og aðra kvilla sem höfðu angrað líkama minn um árabil.“

Nanna er flestum landsmönnum að góðu kunn en matreiðslubækur hennar er að finna í flestum eldhúsum landsins. Á síðasta ári sendi hún frá sér fyrstu skáldsöguna, Völskuna, og er ný bók væntanleg síðar á þessu ári.

Af hverju ákvaðstu að gangast undir efnaskiptaaðgerð?

„Ég hef alltaf verið of þung, eða alveg frá því að ég eignaðist mitt fyrsta barn aðeins 17 ára gömul. Tilgangurinn með aðgerðinni var ekki endilega að grennast, mér var ekkert sérstaklega illa við þessi aukakíló, heldur vildi ég losna við sykursýkina sem og aðra kvilla sem höfðu angrað líkama minn um árabil. Ég bara vissi að aðgerðin myndi hjálpa mér og sá hana sem mögulega lausn á öllum kvillum mínum.“

Sagðir þú vinum og vandamönnum frá ákvörðuninni?

„Ég var nú ekkert að segja

...