Jarðeldar Hraun frá sprungunni á Sundhnúkagígaröðinni rann til austurs og vesturs frá sprungunni, sem var orðin ríflega 4km löng á miðnætti í nótt.
Jarðeldar Hraun frá sprungunni á Sundhnúkagígaröðinni rann til austurs og vesturs frá sprungunni, sem var orðin ríflega 4km löng á miðnætti í nótt. — Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni á Reykjanesskaga kl. 21.26 í gærkvöldi. Þetta er níunda eldgosið á skaganum á rúmum þremur árum og fimmta gosið á gígaröðinni.

Gosið kom upp á svipuðum slóðum og í síðustu jarðeldum í maí sl. eða austan Sýlingarfells. Mikill kraftur var í gosinu í upphafi og á rúmum klukkutíma var sprungan orðin um 4 kílómetra löng. Rann hraunið frá sprungunni til austurs og vesturs. Var mestur kraftur nyrst í sprungunni. Þegar Morgunblaðið fór í prentun á miðnætti voru ekki vísbendingar um að sprungan væri að opnast til suðurs, í áttina að Grindavík.

Stærsti skjálftinn síðan í desember

Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi þegar kvikuhlaup hófst um kl. 20.45 og öflug skjálftahrina fór í gang. Grindavík var rýmd, svo og Svartsengi. Í Bláa lóninu voru um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, og tók um 40

...