Íslenska stúlknalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann Indland auðveldlega, 33:15, á HM 2024 í Chuzhou í Kína í gærmorgun. Ísland var með 17:4-forystu í hálfleik og mestur varð munurinn 21 mark í stöðunni 31:10. Ísland leikur um 25. sætið á mótinu og mætir þar Angóla í dag. Þóra Hrafnkelsdóttir var markahæst hjá Íslandi með sjö mörk og fast á hæla henni kom Bergrós Ásta Guðmundsdóttir með sex mörk.

Enska knattspyrnufélagið Fulham hefur fest kaup á norska miðjumanninum Sander Berge frá Burnley. Kaupverðið er 25 milljónir punda og skrifaði Berge, sem er 26 ára gamall, undir fimm ára samning. Hann lék með Burnley í eitt tímabil og hafði áður verið hjá Sheffield United um þriggja ára skeið.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, hefur ráðið Guðmund Daníelsson sem nýjan

...