Er hægt að semja um frið þannig að Rússar vogi sér ekki að láta til skarar skríða á ný?

Stríðsþreyta fer vaxandi í Úkraínu. Það sést á því að þeim fer fjölgandi, sem eru tilbúnir að semja um frið við Rússa þótt gefa verði eftir land.

Samkvæmt könnun, sem Alþjóðlega félagsfræðistofnunin í Kænugarði lét gera, voru 26% aðspurðra reiðubúin að gefa eftir land í febrúar, en sú tala var komin upp í 32% í maí. Rétt er þó að halda til skila að afgerandi meirihluti er þeirrar hyggju að ekki eigi að gefa eftir tommu af landi.

Eftir að Úkraínumenn réðust inn í Rússland og lögðu undir sig hluta af héraðinu Kúrsk heyrast einnig raddir í Úkraínu um að þá landvinninga megi nota til að skipta á landi við Rússa.

Tíðindamaður fréttaveitunnar AFP fór um þorp og bæi nærri víglínunni og nokkrir viðmælenda hans kváðust jafnvel tilbúnir að kyngja því að búa undir rússneskum fána ef friður kæmist

...