Bruni Allt tiltækt lið Brunavarna Árnessýslu var kallað út vegna brunans.
Bruni Allt tiltækt lið Brunavarna Árnessýslu var kallað út vegna brunans. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Allt tiltækt lið Brunavarna Árnessýslu (BÁ) frá Selfossi og Þorlákshöfn var kallað til upp úr klukkan fimm í gær vegna mikils bruna á tækja- og búnaðarskemmu við Hoftún norðan Stokkseyrar. Þá var dælubíll frá Hveragerði einnig notaður við slökkvistarfið.

Slökkvistarfi lauk um klukkan átta í gærkvöldi en Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri BÁ segir að um töluvert tjón sé að ræða og altjón hafi orðið á skemmunni.

„Ég veit ekki út frá hverju kviknar í en húsið verður alelda á mjög skömmum tíma. Það eru heilmikil verðmæti þarna inni sem brenna og eitthvað af bílum og svoleiðis búnaði sem stendur nálægt skemmunni sem brennur líka,“ sagði Pétur í samtali við blaðamann á meðan slökkvistarf stóð enn yfir.

Málinu er lokið af hálfu Brunavarna Árnessýslu en því hefur verið vísað til lögreglunnar á Suðurlandi

...