Til stendur að opna Seljadalsnámu í Mosfellsbæ á nýjan leik og sækja steinefni í námuna fyrir malbik á höfuðborgarsvæðinu, sem á að duga í 13-19 ár. Það er Mosfellsbær sem áformar að bjóða út efnistöku á allt að 230 þúsund rúmmetrum jarðefnis á um tveggja hektara svæði í Seljadal, sem liggur austan Hafravatns.

Efnistaka fór fram með hléum í Seljadalsnámunni frá 1986-2016 en ekkert hefur verið sótt í námuna síðastliðin átta ár. Ítarleg umhverfismatsskýrsla sem Efla vann fyrir Mosfellsbæ var birt fyrr í sumar í skipulagsgátt. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að heildaráhrif framkvæmdarinnar verði óveruleg þegar tekið hefur verið tillit til þátta sem metnir voru og þeirra mótvægisaðgerða sem grípa á til.

Setja á það skilyrði í framkvæmdaleyfi að óheimilt verði að vinna í námunni í júní, júlí og ágúst þegar hvað mest er af fólki í Seljadal og

...