„Ég er vanalega mjög stífluð þótt ég hreyfi mig daglega og passi upp á mataræði og vatnsdrykkju.“
Eyrún hefur átt í vanda með hægðatregðu, exem, þurrkbletti og bólur síðustu árin en hefur fundið mun á sér.
Eyrún hefur átt í vanda með hægðatregðu, exem, þurrkbletti og bólur síðustu árin en hefur fundið mun á sér.

Það eru tískustraumar í heilsuheiminum eins og annars staðar. Gerjuðu ávextirnir frá Share eru á margra vörum núna en þeir eiga aðallega að hjálpa fólki með vandamál tengd meltingarveginum.

En hvað er þetta? Gerjaðir ávextir koma úr aldagamalli aðferð frá asískri menningu. Ávextirnir eru stútfullir af góðgerlum sem eiga að stuðla að eðlilegri þarnaflóru og meltingu. Uppskriftin sem notast er við er talin vera í kringum 1.200 ára gömul. Japanska apríkósan frá Share hefur verið gerjuð í viðartunnum í þrjátíu mánuði og velt upp úr jurtablöndu sem inniheldur meðal annars aloe vera, gulrætur, trönuber og rauðbeður. Hinn ávöxturinn sem er í boði er pomelo-greipaldin sem þykir hafa meiri áhrif.

Á heimasíðu Share á Íslandi kemur fram að fólk finni yfirleitt fljótt fyrir virkni ávaxtarins. Mælt er með því að taka lítinn bita af honum á hverjum degi og þannig viðhalda

...