Farinn Clark fagnar marki í leik með Liverpool á síðasta tímabili.
Farinn Clark fagnar marki í leik með Liverpool á síðasta tímabili. — AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnufélagið Liverpool seldi í gær tvo unga leikmenn frá karlaliðinu, þá Sepp van den Berg og Bobby Clark. Van den Berg er 22 ára varnarmaður sem enska félagið Brentford keypti á 25 milljónir punda. Clark er 19 ára miðjumaður sem austurríska félagið Red Bull Salzburg keypti á 10 milljónir punda. Með Fábio Carvalho hefur Liverpool selt leikmenn fyrir alls 62,5 milljónir punda í sumar en hefur ekki keypt neinn leikmann.