Víkingur úr Reykjavík er kominn langt með að tryggja sér sæti í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla eftir stórsigur á UE Santa Coloma frá Andorra, 5:0, í fyrri leik liðanna í fjórðu og síðustu umferð undankeppninnar á Víkingsvelli í gærkvöldi
Fagn Karl Friðleifur Gunnarsson, Nikolaj Hansen, Aron Elís Þrándarson og Erlingur Agnarsson fagna öðru marka Nikolajs í gærkvöldi.
Fagn Karl Friðleifur Gunnarsson, Nikolaj Hansen, Aron Elís Þrándarson og Erlingur Agnarsson fagna öðru marka Nikolajs í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert

Sambandsdeild

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Víkingur úr Reykjavík er kominn langt með að tryggja sér sæti í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla eftir stórsigur á UE Santa Coloma frá Andorra, 5:0, í fyrri leik liðanna í fjórðu og síðustu umferð undankeppninnar á Víkingsvelli í gærkvöldi.

Um fyrsta heimasigur Víkings í Evrópukeppni var að ræða í ár, í fjórðu tilraun. Tveimur heimaleikjum hafði lyktað með jafntefli og einum með tapi á meðan tveir fræknir útisigrar unnust í annarri og þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Liðin mætast öðru sinni í Andorra eftir tæpa viku og þarf Santa Coloma á kraftaverki að halda ætli liðið sér að skáka Íslands- og bikarmeisturunum í baráttunni um sæti í

...