Sigurmark Kaj Leo í Bartalsstovu skoraði sigurmark Njarðvíkur, sem er í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Fjölni.
Sigurmark Kaj Leo í Bartalsstovu skoraði sigurmark Njarðvíkur, sem er í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Fjölni. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

ÍR og Njarðvík unnu bæði sterka sigra í 19. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. ÍR lagði Fjölni á útivelli, 2:1, og Njarðvík vann Gróttu á heimavelli, 1:0.

ÍR er í fimmta sæti með 31 stig og Njarðvík sæti ofar með jafnmörg stig. Eru liðin aðeins þremur stigum á eftir Fjölni í öðru sæti. Grótta er þá áfram í botnsæti deildarinnar með 13 stig.

Í leik Fjölnis og ÍR í Grafarvoginum náði ÍR forystunni eftir rúmlega stundarfjórðungs leik þegar Bragi Karl Bjarkason skoraði. Rafael Máni Þrastarson jafnaði hins vegar metin á 24. mínútu. Um miðjan síðari hálfleik fékk Axel Freyr Harðarson hjá Fjölni sitt annað gula spjald og þar með rautt. Gils Gíslason tryggði einum fleiri ÍR-ingum sigurinn með marki fjórum mínútum fyrir leikslok. Í Njarðvík var það Færeyingurinn Kaj Leo í Bartalsstovu sem tryggði heimamönnum sigurinn eftir rúmlega hálftíma leik.